top of page
Search

Afhverju sagði mér þetta enginn?

Updated: Feb 28, 2021

Hljóðskrá

https://www.dropbox.com/s/y8pba2mhfkkjxu0/Afhverju%20sag%C3%B0i%20m%C3%A9r%20%C3%BEetta%20enginn.m4a?dl=0


Mér finnst ég oft undanfarið verið að heyra spurninguna " Afhverju sagði mér þetta enginn?", varðandi hin ýmsu málefni. En þó helst varðandi einhver tilfinningaleg málefni. En hvernig ætli standi svo á því að margir þurfa að spyrja þessarar spurningar? Er það mögulega vegna þess að við sem eldri erum erum svo rosalega oft léleg í að ræða eða jafnvel forðumst hreinlega að hugsa um tilfinningaleg málefni? Erum við strax orðin veikari manneskjur ef við segjum frá og veltum fyrir okkur tilfinningum? Þurfum við að vera með Mastersgráðu í sálfræði til að vera fær um að ræða tilfinningar? Erum við að bjóða uppá að notað sé gegn okkur eitthvað sem við segjum ef við opinberum eitthvað um okkar tilfinningar? Ég gæti haldið lengi áfram að koma með spurningar um tilfinningar, en ætla að stoppa hér, með orðunum, ég er með miklar og stórar tilfinningar og get mögulega orðið einn harðasti og grimmasti maður á jörðinni en einnig limpast niður í fósturstellinguna af sorg eða svipaðri vanlíðan. En 99,9% lífs míns er ég einhversstaðar þar á milli og þykir of langt mál að fara yfir allann þann tilfinninga skala hér og nú. En ég hræðist eingöngu grimmu tilfinningarnar, engar aðrar.

Hvað með þig?

 
 
 

Comments


  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Sjalfstraust.is. Proudly created with Wix.com

bottom of page