Alltof mörg okkar tapa sjálfstraustinu í grunnskóla.
- Bergur Jonsson
- Jul 22, 2021
- 2 min read
En það þarf ekki alltaf heilt skólakerfi til að taka frá okkur sjálfstraustið!
Stundum er það bara einhver annar með brotið sjálfstraust sem gerir lítið úr okkur á einhvern hátt og nær að hafa svo mikil áhrif á okkur að við trúum því að við séum ómerkileg eða vonlaus á einhvern eða mögulega á allan hátt.
En erum við í alvörunni ómerkilegri, vonlausari eða lélegri en allir hinir?
Ég vildi svo innilega óska þess að það dygði að ég skrifaði hérna að svo væri alls ekki, því það er svo sannarlega rétta svarið. En það sem nauðsynlegt er er að þú áttir þig á því að svarið mitt er hárrétt og þú verður að trúa því og treysta!
Við erum nefnilega að leyfa öllu umhverfi okkar og samfélagi að sýna okkur glansmyndir af nánast öllum hinum, en gleymum um leið að horfa á að þar er fólk og aðstæður sem segja okkur ekkert um 95 prósent af þeirra vökutíma. En sá tími gæti einmitt verið mun daprari og erfiðari en okkar, ekki að þetta sé keppni, alls ekki, heldur eru sumir búnir að átta sig á hverjir hæfileikar þeirra eru og sýna okkur þá en ekki allt hitt sem þau þurfa að gera en eru alls ekki að njóta eða hafa sérstaka hæfileika í.
En þar er einmitt sá punktur sem ég vildi svo innilega óska að allir næðu tökum á, það er að við áttum okkur á áhuga okkar og hæfileikum og njótum okkar sem allra mest með hugann við þau atriði en náum að sleppa sem allra mest hugsunum um það sem við erum ekki eins góð í, eða jafnvel léleg í 😁
Það er nefnilega hvergi í heiminum til sú manneskja sem er ekki léleg í einhverju.
Ég er til dæmis orðin mjög lélegur í bakinu og þurfti töluverðan tíma í að sætta mig við það og eftir frekar leiðinlegt sjálfsniðurrif þá þurfti ég smá tíma til að átta mig á öllum hinum hæfileikum mínum og þeir eru víst töluvert margir 😁 Ekki að ég þurfi að vera góður í mörgu en minn stærsti hæfileiki er reyndar að ég get allan andskotann en verð í staðinn ekkert afgerandi góður í nokkrum hlut.
Með vinsemd og virðingu.
Bergur.





Comments