top of page
Search

Að gera mistök er frábær leið til jákvæðrar uppbyggingar á heilbrigðu sjálfstrausti!

Ég hef klúðrað ótal hlutum, með höndunum, með framkomu minni og í mannlegum samskiptum ásamt flestum öðrum leiðum sem færar eru til að klúðra einhverju. En samt er ég með erfiða fullkomnunar áráttu sem veldur kvíða, en það er einmitt ein ástæða þess að ég hef í gegnum tíðina klúðrað ýmsu, ég hef nefnilega oft verið að rembast of mikið við að gera allt rétt og ekki slakað nóg á kröfunum og bara í líkamanum sjálfum til að átta mig á að með mistökunum læri ég mest og best! Ef maður(og auðvitað eru konur menn) telur sig hafa gert allt rétt þá er í raun mjög lítill hvati til að fara yfir hvað og hvernig maður gerði hlutinn og þess vegna lítill hvati til að muna nákvæmlega hvað maður gerði, en ef maður klúðrar aftur á móti þá fer maður vonandi vel yfir hvernig maður klúðraði, hvers vegna og lærir þannig margfalt meira og betur heldur en án klúðurs. Svo tökum öllum mistökum fagnandi, hlæjum að þeim, leiðréttum þau ef þarf og verum ánægð með okkur og mistökin okkar, því með réttu viðhorfi gagnvart þeim munum við öðlast heilbrigt og gott sjálfstraust.

ree

 
 
 

Comments


  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Sjalfstraust.is. Proudly created with Wix.com

bottom of page