Finnst þér þú vera betri eða merkilegri en aðrir?
- Bergur Jonsson
- Feb 3, 2021
- 1 min read
Á yngri árum var ég gáfaðasti maður í heimi og nánast allir aðrir voru vitleysingar.
Það var á þeim tíma sem ég missti sjónar á því að ég er ekki merkilegri en nokkur önnur lífvera á jörðinni.
En þá var ég einfaldlega á þeim kafla í kvíða baráttunni minni að ég taldi ómeðvitað að það væri rétta leiðin.
En einmitt það að telja sig yfir aðra hafin er kvíðavaldandi og er langt frá því að vera heilbrigt sjálfstraust.
En eftir að ég fann aftur seinni hlutann í kjörorðunum mínu, "það er enginn á jörðinni merkilegri en ég(og seinni hlutinn), en ég er ekki merkilegri en nokkur önnur lífvera á jörðinni " þá fór mér að líða betur. En ég þarf af og til að minna mig á til að fara ekki framúr mér.
Endilega notið kjörorðin mín og einbeitið ykkur að því jákvæða og góða í ykkur, en sleppið því endilega að eyða tíma og hugsunum í það sem þið eruð ekki eins

góð í! Því við höfum öll mismunandi hæfileika og ef við erum alltaf að bera okkur saman við aðra þá missum við alltof oft sjónar á okkar hæfileikum




Comments