top of page
Search

Fyrir hvað skömmumst við okkar og þurfum við nokkuð að skammast okkar?

Ég hef skammast mín fyrir að segja eitthvað sem ég áttaði mig svo á að var eitthvað rangt en fann ekki tækifæri til að leiðrétta. Ég hef skammast mín fyrir að koma illa fram við fólk á ýmsan hátt ásamt einhverjum fleiru sem ég man bara ekki í augnablikinu. Ég hef í mörg ár vandað mig við að koma vel fram við alla og ef einhver hefur sjánlega upplifað eitthvað frá mér illa þá hef ég beðist afsökunar um leið og ég hef áttað mig á því. Að segja eitthvað rangt eða vita ekki eitthvað er alls ekki ástæða til að skammast sín fyrir. Ef þú meinar vel en einhver tekur því illa hefur þú ekkert til að skammast þín fyrir. Að biðjast afsökunar er alls ekkert til að skammast sín fyrir. En aðal atriðið finnst mér samt að ná að taka sig bara alls ekki svo alvarlega að eitthvað valdi skömm og vera frekar fljótur að hlæja að mistökum eða hverju því sem hægt er að velja hlátur og gleði

ree

frekar en skömm. Því þannig náum við betur að halda í heilbrigt og gott sjálfstraust 😁🤣😘

 
 
 

Comments


  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Sjalfstraust.is. Proudly created with Wix.com

bottom of page