Fólk með lélegt sjálfstraust reynir mjög oft að brjóta niður heilbrigt og gott sjálfstraust annara.
- Bergur Jonsson
- Feb 9, 2021
- 1 min read
Og það er sorgleg staðreynd.

Þess vegna er það gjarnan minnimáttarkennd frekar en illgirni sem veldur því að fólk níðist á öðrum. Og hjá börnum sem átta sig oftast ekki á því hvernig þau haga sér gagnvart öðrum og hvers vegna þau reyna að hífa sig upp á annara kostnað er það ekkert mjög skrýtið, en á samt að sjálfsögðu ekki að líðast. En þegar við svo verðum fullorðin ættum við að verða smátt og smátt að átta okkur á hegðun okkar gagnvart öðrum og hvað er eðlilegt í þeim samskiptum. Ef þú ert ekki viss um hvers vegna þér líður ekki nógu vel með sjálfa/n þig og hefur stundum talið það vera öðrum að kenna þá get ég mögulega hjálpað þér að leysa úr þeim hnút. 😘




Comments