
Gerið endilega grín að mér, en ekki síður ykkur sjálfum 😁
- Bergur Jonsson
- Jan 26, 2021
- 1 min read
Updated: Feb 28, 2021
Hljóðskrá
https://www.dropbox.com/s/nxno6dgirq4nrsp/Geri%C3%B0%20endilega%20gr%C3%ADn%20a%C3%B0%20m%C3%A9r%2C%20en%20ekki%20s%C3%AD%C3%B0ur%20ykkur.m4a?dl=0
Það er nauðsynlegt fyrir heilbrigt og gott sjálfstraust að taka sig alls ekki of alvarlega, því við gerum öll mistök eða eitthvað sem veldur því að sjálfstraustið minnkar um stundarsakir og ef við ætlum að leyfa þeim hlutum sem heppnast ekki að okkar mati fullkomlega að stjórna líðan okkar þá líður okkur mögulega ekki vel með okkur. En ef við bregðumst við eigin mistökum með jákvæðni og hlæjum frekar að þeim heldur en rakka okkur niður þá erum við farin að ráða hvernig okkur líður. Auðvitað getum við gert mistök gagnvart öðrum en þá biðjumst við bara afsökunar og munum að afsökunarbeiðnin og að við lærðum það að við viljum ekki gera þessi sömu mistök aftur var okkar jákvæða leið frá mistökunum og getum þannig glaðst yfir niðurstöðunni.
Verum því dugleg við að muna að taka okkur ekki of alvarlega 😁




Comments