top of page
Search

Hafið þið velt fyrir ykkur hvað er að gerast í öllum líkama ykkar þegar kvíðinn nær tökum á ykkur?

Vegna margvíslegra verkefna er orðið óþarflega langt síðan ég hef skrifað eitthvað á sjálfstraust.is, en hérna kemur eitthvað um kvíða og skynsemi.



Heilinn ákveður án nokkurs samráðs við skynsemina að eitthvað hættulegt gæti mögulega verið að gerast, hann setur þá líkamann í "flýja eða berjast" stellingar og virkjar þá innbyggðu adrenalín framleiðsluna sem setur síðan allan líkamann í mjög hátt spennustig.

Stundum getur svona hátt spennustig verið nánast lamandi og en meira lamandi eftir því hve órökrétt þessi viðbrögð eru, því margfalt erfiðara er að bregðast við einhverju þegar nákvæmlega ekkert er til að bregðast við!


En þetta veit maður (ég skrifa maður því auðvitað eru konur menn) ekki né skilur fyrr en maður hefur haft tíma og tækifæri til að kynna sér hvernig heilinn í okkur virkar, en þar er samt sem áður margt ólært.


Hvað getum við í þessu gert?


Ég tengdi þetta ekki allt saman fyrr en fyrir stuttu síðan, þegar ég áttaði mig á því hvers vegna ég hef alla tíð leitast eftir því að gera eitthvað hættulegt reglulega.

Það er nefnilega þannig að ef adrenalín skot fara af stað í líkama okkar af rökréttum ástæðum þá koma órökrétt adrenalín skot mun sjaldnar og jafnvel aldrei ef okkur tekst rétt og vel til.


Hvað geta þau þá gert sem ómögulega þora að gera nokkurn hlut sem talist gæti hættulegur?


Jú, ég hef núna æ oftar farið í ískalt bað, bæði til að minnka bólgur í líkamanum en ekki síður til að fá adrenalín skotið sem ég þarfnast svo nauðsynlega.

Líkaminn bregst nefnilega eins við ísköldu vatni eins og stökki fram af hárri snjóhengju! Hann veit nefnilega fyrirfram að ískalt vatn getur verið hættulegt og vill því flýja eða jafnvel reyna að berjast við það frekar en að lenda í því, en hann getur samt ekku skilið eða tekið tillit til þess að við vitum fyrirfram að við ætlum bara að vera í kalda baðinu í sjö til átta mínútur, eða í eitt hart og gott átta mínútna þungarokkslag, því gott þungarokk hjálpar til við að koma í okkur hörkunni til að fara ofan í ískalt baðið og vera þar í mátulegan tíma.

Sjósund er líka frábær leið að sama markmiði, margir nota svo margvíslega líkamlega áreynslu til að ná fram adrenalíninu með svipuðum árangri. Þá er hægt að ögra sér með sviðsframkomu t.d. ásamt mörgu fleiru.


Hvað langar þig að gera en hefur ekki þorað?



ree

 
 
 

Comments


  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Sjalfstraust.is. Proudly created with Wix.com

bottom of page