
Heilbrigt Sjálfstraust námskeiðið
- Bergur Jonsson
- Feb 6, 2022
- 2 min read
Heilbrigt Sjálfstraust námskeiðið er námskeið sem snýst um að hjálpa hverjum og einum að finna sitt eigið heilbrigða sjálfstraust og viðhalda því eins lengi og vel og hver og ein manneskja er tilbúin í.
Á bakvið heilbrigt sjálfstraust eru í raun allir þættir í lífi okkar allra, sjálfsvirðing, virðing við náungann, hreyfing, núvitund, mataræði, einföldun lífs okkar og óteljandi önnur atriði sem fléttast í okkar daglega líf.
Sumir hafa farið til markþjálfa, sumir á Dale Carnegie aðrir til líkamlegs einkaþjálfara eða andlegra einkaþjálfara, en allt þetta og miklu meira er partur af heilbrigðu sjálfstrausti.
Námskeiðin geta ýmist verið örnámskeið/kynning fyrir hópa, stærri námskeið fyrir hópa eða einstaklingsnámskeið.
Allar nánari upplýsingar fáið þið í síma 690-3901 eða í tölvupósti bergurthj15@gmail.com
sjalfstraust.is
Bergur Þór Jónsson.
________________________________________

Víkingur Arnar Árnason. Ég lýsi mér sem duglegum, hjálpsömum, hæverskum( ekki mikið fyrir sviðsljósið), frekar jákvæðum ( hef skánað mikið í því segir konan mín , geðgóðum fjökskyldumanni. Námskeiðið var áhugavert og vakti mig til umhugsunar hvernig maður hugsar og segir hluti. Geri mér grein fyrir að heilbrigt sjálfstraust hefur áhrif á samskipti við annað fólk og að hjálpar til við að læra að treysta meira á sjálfan sig. Þannig að ég er mjög sáttur við að hafa mætt á námskeiðið hjá þér.😊 Takk fyrir mig.
________________________________________

Linda Andersson Sænsk að uppruna en núna bóndi og starfsmaður í umönnun. Hæ. Linda heiti ég. Mér finnst eg alltaf hafa verið með lélegt eða ekkert sjálfstraust. Alltaf með rosalega mikinn kvíða fyrir allt (og ekkert 😉) Námskeiðið hjálpaði mér að sjá hvað ég er komin langt með sjálfan mig og að ég get verið stolt yfir sjálfan mig. Mér fannst þetta flott námskeið, kannski ekki beint neitt alveg nýtt sem var sagt, enn svo mikilvægt að minna sig á. Takk fyrir mig! ________________________________________

Andri Mar Flosason. Er ungur strákur sem elskar körfubolta gera ljóð og sögur og lesa. Og nýlega að leytast eftir því að líða betur andlega og fá sterkara sjálfstraust og fara að fara að treysta meira á sjálfan mig.
Ég fór á fyrirlestur um heilbrigt sjálfstraust hjá Berg. þetta er Skemtilegt námskeið og fær mann til að hugsa. Það er skemtilegt hvernig hann fær alla sem voru á fyrirlestrinum til að hefja spjall út frá einni setningu á glæru eða einni lítilli spurningu. Ég mæli með að prófa þetta jafnvel þó þú telur að þú hafir gott sjálfstraust því Bergur fékk mig til að líta líka aðeins inn á við og hann fær þig örugglega að gera það líka
________________________________________

Friðrikka Jóhanna
Jakobsdóttir , alin upp á Akranesi lærði hjúkrunarfræði í HA. Vinn á Dalbæ dvalarheimili Dalvík.
Ég mætti á námskeiðið hjá Bergi því ég var forvitin að vita um hvað svona námskeið snýst. Alltaf þörf á umræðum og endurskoðun á sjálfstrausti! Bergur var búinn að setja upp skemmtilega umræðu punkta og var duglegur að fá hópinn til að segja sína skoðun. Ekki síst til að vekja okkur til umhugsunar um að innan hóps eru e.t.v. allir ekki staddir á sama stað með sitt sjálfstraust og mjög gott að vera alltaf meðvitaður um það!




Comments