top of page
Search

Hvað þýðir "að gera aldrei öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér"?

Hvað þýðir "að gera aldrei öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér"?


Mér finnst nefnilega stundum eins og fólk kunni frasana en í raun alls ekki fyllilega meiningu þeirra, innihald, hvar þeir eiga við og hversu víða þeir eiga við.


Byrjum á orðinu "aldrei", er það nokkuð svo flókið?

En þá "að gera einhverjum eitthvað "? Kannski að við ættum að fara yfir það aðeins. Að gera einhverjum eitthvað er alls ekki jákvætt eða gott, heldur er það í öllum tilfellum slæmt eða illt. Að gera grikk, að gera illt, að gera skráveifu(sem tengist göldrum).

Það er svo allt annað að gera eitthvað fyrir einhvern, það er jákvætt því þá er það í öllum tilfellum gott fyrir þann sem gert er fyrir.


Án þess að vilja hljóma eins og kennari sem telur aðra ekki skilja eða vita um hvað málið snýst þá er meining mín eingöngu að fá ykkur til að velta þessu aðeins fyrir ykkur. Og að sjálfsögðu þurfum við ekki að vera algjörlega sammála 😊


En ég reyni alltaf að hafa þessi orð í huga, alltaf!

Fólki finnst ég stundum vera með frekju eða tilætlunarsemi þegar ég bendi ákveðið á hvað mætti betur fara, eins og til dæmis á veitingastöðum þegar rangt er afgreitt eða annað slíkt. En þá er ég einmitt með aðra í huga því ég vil ekki að aðrir þurfi líka að fá rangt afgreitt.

Þegar vantar klósettpappír þá bæti ég á eða læt vita ef ég get ekki bætt á af einhverjum ástæðum.

Ég fer varlega en samt ákveðið um í umferðinni því ég vil hvorki þvælast fyrir eða líta þannig á að aðrir séu að þvælast fyrir mér.

Ekkert af ofantöldu hefur mér alltaf tekist vel, langt því frá, en með aldrinum og í leiðinni að hafa margfalt meiri samhug með öðrum en ég hafði á yngri árum þá er ég fyllilega sáttur við að ég fari alltaf betur og betur eftir þessum markmiðum mínum.


Mér líður alltaf betur í eigin skinni með hverjum deginum og þess vegna er ég tilbúinn að hjálpa ykkur að líða betur 😘


Með vinsemd og virðingu.

Bergur.

ree

 
 
 

Comments


  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Sjalfstraust.is. Proudly created with Wix.com

bottom of page