
Hvenær á árinu ert þú fædd/ur?
- Bergur Jonsson
- Nov 28, 2022
- 2 min read
Eftir að hafa hlustað á Malcolm Gladwell í hlaðvarpsþættinum Revisionist History, Outliers revisited ákvað ég að skoða eftirfarandi.
Þar bendir hann réttilega á að manneskjur fæddar snemma á árinu njóta forréttinda umfram þær sem eru fæddar seinna á árinu.
Þetta gengur yfir nánast allt í lífinu vegna þeirrar reglu samfélags okkar að miða allt við áramót til næstu áramóta.
Allt líf okkar eru þær sem eru fæddar 31. desember bornar saman við þær sem eru fæddar nánast nákvæmlega ári fyrr eða fyrsta janúar.
Að sjálfsögðu veldur þetta mismun á uppeldisárunum en eins og flest allt annað í kerfunum okkar þá framlengist þessi mismunun oft út allt lífið.
Bara til að skoða eitthvað þá tók ég saman fæðingadaga allra forsætisráðherra Íslands frá upphafi og eftirfarandi er niðurstaða á fæðingadögum þeirra.
Frá upphafi tíðar forsætisráðherra á Íslandi höfum við haft 28 aðila í því þjónustuhlutverki eins og ég vil kalla það.
16 þeirra hafa verið fæddar á fyrsta þriðjungi ársins eða 57,14% frá fyrsta janúar til 30. apríl.
18 á fyrri helmingi ársins, eða 64,29%.
Af þeim eru 13 fyrir 12. mars, 71 dag af fyrstu dögum ársins 46,43%
Þar á móti eru eingöngu 5 þeirra síðustu 71 dagana eða 17,86%
Hverjar eru líkurnar á að þú verðir forsætisráðherra?
Forsætisráðherrar Íslands.
Jón Magnússon (16. janúar 1859
Sigurður Eggerz (fæddur 1. mars 1875
Magnús Guðmundsson (6. febrúar 1879
Jón Þorláksson (3. mars 1877
Tryggvi Þórhallsson (9. febrúar 1889
Ásgeir Ásgeirsson ( 13. maí 1894
Hermann Jónasson 25. desember 1896
Ólafur Tryggvason Thors (19. janúar 1892
Björn Þórðarson (fæddur 6. febrúar 1879
Stefán Jóhann Stefánsson (f. 20. júlí 1894
Steingrímur Steinþórsson (f. 12. feb 1893
Emil Jónsson (fæddur 27. október 1902
Bjarni Benediktsson (30. apríl 1908
Jóhann Hafstein (19. september 1915
Ólafur Jóhannesson (fæddur 1. mars 1913
Geir Hallgrímsson (16. desember 1925
Benedikt Gröndal (7. júlí 1924
Gunnar Thoroddsen (29. desember 1910
Steingrímur Hermannsson (22. júní 1928
Þorsteinn Pálsson (29. október 1947
Davíð Oddsson (f 17. janúar 1948
Halldór Ásgrímsson (f. 8. september 1947
Geir Hilmar Haarde (f 8. apríl 1951
Jóhanna Sigurðardóttir (4. október 1942
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson12. mars 1975
Sigurður Ingi Jóhannsson (f. 20. apríl 1962
Bjarni Benediktsson (f. 26. janúar 1970)
Katrín Jakobsdóttir 1. febrúar 1976.
Ég þarf náttúrulega ekki að ræða kynjamismunin því hann er svo æpandi áberandi, en við skulum vona að tíminn breyti því eins fljótt og mögulegt er.





Comments