top of page
Search

Hver er munurinn á áliti sumra á sjálfstrausti og því sem ég kýs að kalla heilbrigt sjálfstraust?

Í stuttu máli er það í raun hvort þú treystir á að þú getir, vegna þess að þú ert nógu góð/ur, eða hinsvegar hvort þú getir örugglega betur en hinn því hann/hún sé bara ekki eins góð/ur og þú!


Það er til dæmis erfitt að ætlast til þess að heilbrigt sjálfstraust sé notað í keppnisíþróttum því þar getur verið nauðsynlegt að sannfæra sjálfan sig um að maður sé betri en mótaðilinn, því þannig þarf maður eiginlega að hugsa til að vinna leikinn.

En það er mjög mikilvægt að muna alltaf í hvaða hlutverki maður er, því í lífinu almennt er ekki gott að þykjast betri en aðrir.

Þú getur verið rosalega góð/ur í fótbolta til dæmis, en algjörlega vonlaus í að skeina annað fólk, ertu þá rosalega góð/ur eða algjörlega vonlaus?

Heilbrigt sjálfstraust er þess vegna að sýna öðrum fulla virðingu, því það er alveg sama hvort þú ert heimsmeistari í kraftlyftingum eða frábær í að skúra gólf, hvort tveggja eru bara hlutverk og eitt er ekki á nokkurn hátt merkilegra en annað.


Með þetta í huga ættum við að vera fær um að láta okkur líða vel í okkar skinni 😘

Með vinsemd og virðingu.

Bergur.

ree

 
 
 

Comments


  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Sjalfstraust.is. Proudly created with Wix.com

bottom of page