top of page
Search

Hverju leyfum við að ráða öllu okkar lífi?

Að brjóta lög, að verða andlega veikur, að gera alvarleg mistök, að vera lagður í einelti, að lamast, að missa ástvini eða hvað sem er annað sem lætur okkur líða ömurlega er að mestu leyti í okkar höndum hvað við látum ráða miklum tíma og orku af okkar lífi. Auðvitað getum við ekki bara ráðið því strax hvaða tilfinningar brjótast út hjá okkur og við þurfum að leyfa tilfinningum okkar að koma og vera fyrst um sinn. En svo með tímanum getum við æft okkur smátt og smátt í að snúa þessum erfiðu tímum í jákvæða. Leiðin til þess fyrir mig hefur undanfarin mörg ár verið að hugsa um og læra hvað hvert atriði kenndi mér jákvætt. Að hafa brotið lög kenndi mér að mig langar ekki að gera það aftur, að leggjast í þunglyndi kenndi mér á hverju ég þarf að passa mig andlega, að gera alvarleg mistök kenndi mér að ég vildi ekki gera þau aftur, að lenda í tilraun til að vera lagður í einelti kenndi mér að vera andlega sterkari, að missa ástvini hefur kennt mér hversu tíminn með ástvinum er gífurlega mikilvægur, ég hef aldrei lamast en veit hvað margt fólk er duglegt að finna sér nýjar leiðir og ný tækifæri þrátt fyrir skorðurnar sem lömun getur valdið! Og allt eru þetta að lokum jákvæðar niðurstöður að mínu mati, því allur lærdómur er jákvæður. Og með því að reyna að læra og bæta sig eftir allar upplifanir er alltaf auðveldara byggja upp heilbrigt og gott sjálfstraust 😘

ree

 
 
 

Comments


  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Sjalfstraust.is. Proudly created with Wix.com

bottom of page