Hvernig verður alvöru jafnrétti?
- Bergur Jonsson
- Feb 12, 2021
- 1 min read
Eftir að hafa horft á mjög svo áhugaverðu heimildarmyndina Hækkum rána, þá finnst mér full ástæða til að velta upp ýmsum spurningum varðandi jafnrétti kynjanna. Viljum við að konur nái jafnrétti í tilfinningadeyfð á við suma karlmenn? Viljum við að konur nái jafnrétti í ruddalegum tilsvörum á við suma karlmenn? Viljum við að konur nái jafnrétti í að vaða yfir aðra til að ná sínu fram á við suma karlmenn? Eða viljum við kannski að karlmenn nái jafnrétti á við sumar konur í að vera í tengslum við sínar tilfinningar? Og viljum við kannski að karlmenn nái jafnrétti á við sumar konur í að gæta aðeins orða sinna?
Viljum við kannski líka að karlmenn nái jafnrétti á við sumar konur í að taka fullt tillit til annarra áður en vaðið er yfir náungann?
Við gætum auðveldlega velt upp mörgum spurningum til viðbótar.

Hvaða leiðir finnst ykkur líklegar til uppbyggingar á heilbrigðu og góðu sjálfstrausti?




Comments