
Hvernig viltu að þér líði?
- Bergur Jonsson
- May 8, 2021
- 2 min read
Sumum finnst þetta væntanlega fáránleg spurning en ég hef allavega sjálfur getað breytt minni líðan frá slæmri yfir í góða og jákvæða með heila/hugar æfingum í gegnum tíðina.
Ég ræð nefnilega orðið alveg hvernig mér líður. Auðvitað hef ég eins og flestir aðrir lent í lífsreynslum sem hafa látið mér líða mjög illa, eins og til dæmis þegar einn vinnufélaga minn var einhverra hluta vegna búin að ákveða að ég væri virkilega vondur maður og talaði víst illa um mig við hvert tækifæri. Svo byrjaði hann að rakka mig niður við mig sjálfan fyrir framan aðra og það endaði með því að mér var farið að líða drullu illa í nágrenni þessa vinnufélaga. Ég skildi engan veginn hvers vegna honum líkaði svona illa við mig.
En þá fór ég til okkar yfirmanns og lét vita og bað um hjálp við að leysa úr þessu, þá komst ég að því að ástæðurnar fyrir þessari illsku gagnvart mér var vegna orða sem ég hafði sagt tveimur árum áður og tekið strax eftir því að hann tók þeim illa og því bað ég ítrekað afsökunar og datt því ekki í hug að þetta gæti tveimur árum seinna ennþá verið vandamálið. En þegar það hafði komið í ljós þá baðst ég bara ítrekað aftur og enn afsökunar á mínum orðum og gat um leið fundið mína vellíðan aftur. Því ég ræð því sjálfur hvort ég fyrirgef eða erfi eitthvað við náungann og með því að fyrirgefa innilega þá líður mér innilega vel með sjálfum mér 😊
Þetta er bara eitt af ótal dæmum sem ég gæti tekið um hvernig ég ræð hvernig mér líður og auðvitað getum við ekki alltaf verið uppfull af vellíðan, því ef við erum innilega góðar manneskjur og tökum tillit til annarra þá geta aðrir að sjálfsögðu látið okkur líða illa af og til, en þá þurfum við að hafa nógu heilbrigt og gott sjálfstraust til að leita lausna út úr þeirri vanlíðan 😊

Svo ég spyr aftur, hvernig viltu að þér líði?
Mögulega get ég hjálpað 😘




Comments