
Hvers vegna verðum við reið? Og hvað er þá að gerast í heilanum á okkur?
- Bergur Jonsson
- Sep 25, 2022
- 1 min read

Þegar við reiðumst er það nánast alltaf vegna þess að okkur finnst á okkur ráðist á einhvern hátt og bregðumst því eðlilega við með reiði. Sjaldnast gefum við okkur tíma til að skilja almennilega hvað það var sem gerði okkur reið því við náum hugsunum okkar ekki upp úr reiðinni og upp í skynsemina. Þegar reiðin svo grípur okkur þá má nánast segja að við missum heyrnina í leiðinni, því við hættum að taka eftir því hvað sagt er eftir að reiðin greip okkur, þar af leiðandi getur orðið verulega erfitt að róa sig eða taka eftir því hvort beðist er afsökunar eða nokkuð annað sem bætt gæti ástandið.
En hvað gerist ef okkur tekst að hafa einhvern hemil á reiði tilfinningunum?
Fyrir það fyrsta þá gætum við mögulega áttað okkur á að óþarfi væri að reiðast.
Við gætum frekar náð að átta okkur á því að þeim sem veldur okkur reiði gæti liðið illa eða ekki áttað sig á hvaða áhrif framkoman veldur þér.
Einnig gætum við mun betur hlustað á hvað sagt er í framhaldinu og þannig orðið vör við eitthvað sem bætir málið.
Munum bara að það er drulluerfitt að hafa hemil á öllum þessu nánast ósjálfráðu tilfinningum okkar, en með því að leita alltaf eins fljótt og hægt er í rökhugsun þá eigum við margfalt meira möguleika á vellíðan 😘




Comments