top of page
Search

Kvíði þarf ekki endilega að vera neikvæður fyrir sjálfstraustið.

Updated: Jan 28, 2021


ree

Hljóðskrá neð hiksti 😊 því ekkert er og ekkert mun nokkurtíma vera fullkomið 😘

https://www.dropbox.com/s/xmmntaa2cuq8n7m/Kv%C3%AD%C3%B0i%20ekki%20bara%20neikv%C3%A6%C3%B0ur.m4a?dl=0


Það er full ástæða til að allir geri skýran greinarmun á kvíða og svo stressi eða spennu! Stress og spenna eru eðlilegar tilfinningar við álagi á einhvern hátt, hvort sem álagið kemur snöggt uppá eða hefur einhvern lengri aðdraganda, en kvíði er gjarnan uppsafnaður fyrir framtíðinni og er sjaldnast rökréttur, og hann getur auðveldlega verið nánast líkamlega lamandi og veldur gjarnan höfuðverkjum, magaverkjum, vöðvabólgu og fleiru. Kvíðinn hverfur svo ekkert endilega þegar einhverju ákveðnu kvíðavaldandi verkefni er lokið, heldur á hann það oft til að færa sig bara yfir á næsta órökrétta kvíðavald og viðhalda sér þannig.


En að vera með kvíða þarf ekki endilega að vera að öllu leyti slæmt.


Minn kvíði varð til dæmis þess valdandi fljótlega í grunnskóla að mér varð að láta mér vera alveg sama um hvernig einkunn ég var að fá til að vera ekki með risa hnút í maganum alla daga, en ég var reyndar líka mjög heppinn með það hvað ég átti auðvelt með að læra, þannig að ég náði alltaf öllu fyrirhafnarlítið. En þessi annars ömurlegi kvíði kenndi mér þannig að vera bara nokkuð sama um hvar ég var staddur í námi hverju sinni því það var nóg að fá fimm til að ná og ef ég var ekki 100% viss um að ná einhverju þá las ég bara fyrir það próf. En eins og ég segi þá lít ég töluvert á þessa leið mína sem verkefni í sjálfstrausti, því að geta verið nokkuð sama um hvað öðrum finnst í sí pikkandi samfélagi er góð æfing fyrir framtíðar sjálfstraust.

Auðvitað hef ég samt oft hugsað að ég hefði kannski átt að leggja meira á mig í öllu mínu námi, en ég er samt sannfærður um að ég væri þá á mun verri stað í dag með mitt sjálfstraust og mína andlegu heilsu. Og sú heilsa er mun mikilvægara heldur en samþykki einhvers kerfis sem hefur ekki tekið nokkurri framför að ráði í hundruðir ára.

 
 
 

Comments


  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Sjalfstraust.is. Proudly created with Wix.com

bottom of page