top of page
Search

Námskeiðið Heilbrigt sjálfstraust.


ree

Hvað telur þú vera heilbrigt sjálfstraust? Getur heilbrigt sjálfstraust eflt til muna þinn vinnufélaga hóp? Hverju getur þú áorkað með heilbrigt sjálfstraust? Getur heilbrigt sjálfstraust aukið vellíðan? Vilt þú öðlast heilbrigt sjálfstraust? Ef þig langar að kynnast heilbrigðu sjálfstrausti betur eða jafnvel öðlast það fyllilega að lokum þá býður sjalfstraust.is upp á námskeiðið Heilbrigt sjálfstraust fyrir fyrirtæki, stofnanir og í raun hvaða stærri eða minni hópa sem þess óska. Endilega verið í sambandi við mig varðandi nánari upplýsingar í síma 690-3901 eða hérna í tölvupóstfangið bergurthj15@gmail.com Bergur Þór Jónsson. Umsjónarmaður félagsstarfs aldraðra á Dalbæ. https://www.sjalfstraust.is/ sjalfstraust.is er síða og samfélagsverkefni sem ég Bergur Þór Jónsson setti í gang í janúar 2021, en með því langar mig að stuðla að betri andlegri líðan allra þeirra sem það vilja og mögulega þurfa, eingöngu með því að vera til staðar sem traustur og trúr aðili þegar erfitt reynist að halda í heilbrigt sjálfstraust og/eða tala við nákomna eða aðra tengda. Mig hafði oft fyrr um ævina vantað þannig trúnaðarmanneskju og ákvað því þegar ég vissi að ég væri tilbúinn í það að bjóða öðrum upp á þennan möguleika.

 
 
 

Comments


  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Sjalfstraust.is. Proudly created with Wix.com

bottom of page