
Hvað er botninn og þarftu endilega að ná honum?
- Bergur Jonsson
- Jan 16, 2021
- 1 min read
Updated: Jan 28, 2021
Hljóðskrá
https://www.dropbox.com/s/ljcol0p6pjx3i2l/Hva%C3%B0%20er%20botninn.m4a?dl=0
Ég nefni kvíðann og þunglyndi sem ég hef upplifað til að reyna að benda á að ég hef fundið á eigin skinni að hafa ekkert sjálfstraust og í raun á augnarblikum hugsað um sjálfsvíg.
Er það ekki mögulega botninn á sjálfstraust skorti?
Þessi verstu augnarblik upplifði ég árið 2002 og hef síðan tekið ótal gæfuspor til betri heilsu, bæði andlega og líkamlega, en ég hef líka oft misstigið mig á leiðinni. En þá hefur mér líka oftast fljótt tekist að átta mig á hvað var ekki að gera mér gott og snúið því upp í jákvæða reynslu, með því að hugsa, svona vil ég ekki gera eða vera aftur, og það er að sjálfsögðu jákvæð niðurstaða 😊
Ég mun reyna að koma með eitthvað nýtt og vonandi nothæft á leiðinni til betra sjálfstrausts, á hverjum degi. En ég mun samt ekki láta það brjóta mig niður þó það klikki hjá mér 😊
Eigum góðan dag og mér þykir vænt um ykkur öll 😘




Comments