Í flestum kenningum, trúarbrögðum og öðru slíku eru góðir punktar og meiningar.
- Bergur Jonsson
- Mar 20, 2021
- 1 min read
Eftirfarandi saga er sögð fengin frá indíánum, langfyrstu landnemum Ameríku allrar, en þar segir frá afa sem sagði við barnabarn sitt að inni í sér ætti sér stað barátta tveggja úlfa.
Annar væri alltaf reiður, illgjarn, bitur, öfundsjúkur, hrokafullur, með eftirsjá, græðgi, sakbitin, þættist yfir aðra hafinn, eigingjarn, með falskt stolt og að öllu leyti sjálfhverfur.
Hinn er góður, fullur af gleði, friðsemd, ást, von, einlægni, hógværð, góðmennsku, velvild, samkennd, gjafmildi, sannleika, trú og kærleika.
Þessir úlfar búa innra með þér og öllum manneskjum sagði afinn við barnabarnið sitt.
Barnabarnið hugsaði um þessi orð í smá stund en spurði svo "en hvor úlfurinn sigrar svo?"
"Sá sem þú velur að næra!? Svaraði afinn.
Og þetta er einmitt punktur dagsins hjá mér, því þegar við áttum okkur á hvað veldur okkur neikvæðum tilfinningum og hvað jákvæðum þá getum við valið hvora tilfinninguna við viljum næra! Og ég tel mig alltaf nú orðið velja þá jákvæðu.
Þess vegna fær kvíðinn til dæmis ekki að ráða mínum tilfinningum, því hann heftir mig svo svakalega. En stundum þarf ég hjálp við að vinna í kvíðanum og það getur verið kvíðavaldandi að þurfa að leita sér hjálpar, en þegar ég leita mér hjálpar þá enda ég alltaf með jákvæða tilfinningu. Og það hefur kennt mér að gefast aldrei upp fyrir kvíðanum því hann er einn af þessum neikvæðu tilfinningum.





Comments